Teymiskennsla og samþætting í nýjum Stapaskóla

Þetta er fyrsti þátturinn af Kennarastofunni, hlaðvarpi þar sem ég spjalla við kennara um nám og kennslu í breyttum heimi.

Í þessum fyrsta þætti kíki ég í heimsókn í hinn nýbyggða og glæsilega Stapaskóla í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ og spjalla þar við Heiðu Björgu Árnadóttur, kennara í 7., 8. og 9. bekk. Mig langaði að tala við Heiðu um teymiskennsluna sem kennarar í skólanum hafa verið að þróa og hvaða hlutverki byggingin, húsið sjálf, gegnir í þeirra starfi.

Ég vil að fleiri kennarar taki þátt í samtalinu í Kennarastofunni á Facebook og með því að tísta með myllumerkinu #kennarastofan á Twitter.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu.

Kennarastofan er framleidd af mér með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.