Er hægt að kenna trommur í fjarnámi?

Samtölin á kennarastofunni halda áfram og í þessum þætti heimsæki ég Tónlistarskóla Sandgerðis og spjalla við Halldór Lárusson, trymbil og skólastjóra. Hljóðfæranám í fjarkennslu, mikilvægi samspils og dýrmæt reynsla kennara við skólann af kennslu á tímum heimsfaraldurs er meðal viðfangsefna.

Ég vil að fleiri kennarar taki þátt í samtalinu í Kennarastofunni á Facebook og með því að tísta með myllumerkinu #kennarastofan á Twitter.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu.

Kennarastofan er framleidd af mér með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.