Stórir nemendahópar, gott skipulag og speglar sálarinnar

Í þessum þætti heimsæki ég Helgu Birgisdóttur, aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ og íslenskukennara í Tækniskólanum. Mig langaði að spyrja hana út í námskeið sem hún kenndi haustið 2020, sem taldi um 300 nemendur, um reynslu hennar af kennslu á tveimur skólastigum á tímum skólatakmarkana, stóra nemendahópa, samskipti við nemendur, skipulag á námsumsjónakerfi og fleira.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu.

Kennarastofan er framleidd af mér með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.