Kennsla er brjálæðislegasta listgreinin


Ég hef verið svo lánsamur að fá að starfa með Sigrúnu Svöfu í Keili síðustu ár. Hún er ótrúlega skapandi og leitar sífellt nýrra leiða til að bæta sína kennslu og annarra. Það er ótrúlega góður og dýrmætur eiginleiki kennara. Ég hef fengið fundarboð frá henni þar sem yfirskriftin er einfaldlega „Ég fékk hugmynd, getum við spjallað?“ og á fundinum fórum við svo yfir flokka Blooms út frá hugmyndum um vendinám. Þessi samtöl skipta mig ótrúlega miklu máli – og hér er eitt þeirra.

Það var gaman að taka þáttinn upp í spánýju hlaðvarpshljóðveri Keilis sem er góð viðbót við þann tækniaðbúnað sem er nú þegar til staðar fyrir nemendur og kennara.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu og er nú orðið að útgefnu lagi, The Key to my Future Heart.

Kennarastofan er framleidd af mér með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.

kennarastofan.is