Hreyfing og heilsa nemenda á tímum skólatakmarkana

Íþróttakennarar þurfti að sjálfsögðu að finna leiðir til að ná til nemenda og hvetja þá og styðja í sinni hreyfingu. Unnar Vilhjálmsson íþrótta- og félagsmálakennari við Menntaskólann á Akureyri settist niður með mér í gömlu byggingu MA og sagði mér hreyfiskýrslum sem hann nemendur hans unnu og hvernig hann, og nemendur hans, notuðu Strava þegar takmarkanir í skólastarfi komu í veg fyrir að hann gat hitt nemendur sína og metið áreynslu nemenda í íþróttatímum, eða Heilsu og lífsstíl eins og áfangarnir heita. Við töluðum einmitt mikið um það, almenna heilsu og lífsstíl, og hvaða hlutverki skólar gegna í því samhengi, og þá sérstaklega íþróttakennarar.

Þetta er annar þátturinn sem ég birti frá Akueyrarferð okkar Smára um daginn en sá fyrsti var samtal mitt við Helenu Sigurðardóttur hjá Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu.

Kennarastofan er framleidd af mér með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.