Evrópsk samstarfsverkefni með leikskólabörnum

Ég fór fljótt að rekast reglulega á nafnið Anna Sofia þegar ég tók mér stutt hlé frá kennslu og starfaði sem verkefnisstjóri eTwinning á Íslandi. Anna Sofia hefur síðustu ár verið ótrúlega virk í evrópskum samstarfsverkefnum og á það bæði við Erasmum+ verkefni sem og eTwinning verkefni sem eru stofnuð og unnin á netinu.

Anna Sofia var í fyrra tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi kennslu og þróunarstarf í tengslum við alþjóðleg samstarfsverkefni.

Anna Sofia starfar á tveimur leikskólum og við Smári hljóðmaður heimsóttum annan þeirra, Leikskólann Holt, þar sem við spjölluðum um þátttöku hennar í alþjóðlegum verkefnum og hvernig þau hafa gengið á tímum heimsfaraldurs.

Ég vil að fleiri kennarar taki þátt í samtalinu í Kennarastofunni á Facebook og með því að tísta með myllumerkinu #kennarastofan á Twitter.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu.

Kennarastofan er framleidd af mér með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.