Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun

Þessi þáttaröð af Kennarastofunni hlaut styrk úr sjóði Háskóla Íslands sem styður verkefni sem miðla rannsóknum við háskólann til almennings. Auk viðtala við skólafólk er í þáttunum fjallað um rannsóknina Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun sem styrkt er af Rannís (nr. 217900-051).