Kennarastofan

Um Kennarastofuna

Verið velkomin á Kennarastofuna, hlaðvarp um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar. Í þáttunum spjalla ég við kennara um þeirra reynslu af kennslu á tímum takmarkana í skólastarfi, hverju þeir þurftu að breyta og það sem skiptir jafnvel meira máii; hvað mun breytast til frambúðar.

Ég heiti Þorsteinn Sürmeli og er doktorsnemi við Menntavísindasvið Hásóla Íslands og kennari í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ég hef verið kennari þar síðan í janúar 2010 og hef tekið þátt í þróun vendináms, kennsluaðferð sem skólinn tók upp haustið 2012. Vendinám snýr meðal annars að því hvernig megi styðjast við tæknina til að nýta sem best tímann sem nemendur og kennarar eiga saman í kennslustofunni. Það má gera með því að taka allt kennsluefni upp fyrir kennslustund og nýta tímann frekar í verkefnavinnu og leiðsagnarnám.

Ég hef því sérstakan áhuga á hvernig kennarar – og nemendur – löguðu námið að aðstæðum á tímum heimsfaraldurs og þá sérstaklega hvernig sú reynsla mun breyta kennsluháttum til frambúðar.

Ég vil að fleiri kennarar taki þátt í samtalinu í Kennarastofunni á Facebook og með því að tísta með myllumerkinu #kennarastofan á Twitter.

Alla þættina má finna í fléttilistanum efst á síðunni og hér:

NÝJUSTU ÞÆTTIRNIR:

Hjördís Alda, MS

Ívar Valbergsson, FS

Aðalbjörg Bragadóttir, MA

Guðjón Torfi, MÍ

Erkko Sointu, Háskóla Austur-Finnlands

Sigrún Svafa Ólafsdóttir, Keili

Hjalti Halldórsson, Langholtsskóla